Hvað skyldi Heródes kóngur hafa borðað? Föstudaginn 4. september verður konunglegur og biblíulegur kjúklingaréttur í boði á Torginu í Neskirkju. Kynning hefst um kl. 12. Kokkarnir í þetta sinn verða Ólafía Björnsdóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson, sem kynnir líkamlegu næringu Ritningarinnar. Biblían er matarmikil og þjónar vel til sálar og líkama.

Í hádeginu á föstudögum í september verða matarhefðir Biblíunnar kynntar á Torgi Neskirkju við Hagatorg.