Næsta sunnudag hefst barnastarf Neskirkju með pompi og prakt. Sunnudagaskólaefnið er sélega vandað í ár en öll börn fá pappatösku og safna blöðum í hverri samveru með biblíusögu og skemmtilegum þrautum. Einnig hefur Þjóðkirkjan opnað nýja sunnudagaskólasíðu barnatru.is en þar er m.a. að finna skemmtilegt myndband frá Neskirkju. Sunnudagaskólateymið verður óbreytt frá síðasta vetri en það skipa þau Sigurvin, Ari, María, Andrea og Alexandra. Barnastarfið hefst síðan á næstkomandi mánudag og sinnir öllum aldurhópum barna og ungmenna í sókninni. (stundaskrá BaUN)