Einelti
Krossgötur þriðjudaginn 19. mars kl. 13.00. Kristjana M. Sigmundsdóttir og Þorlákur Helgi Helgason, baráttufólk gegn einelti koma í heimsókn. Elta minningarnar okkur ævina út? Um einelti í æsku. Sérstakur gestur Krossgatna er biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir sem vísiterar nú Nessókn. Kaffiveitngar og söngur.
Vísitasía biskups
Messa og barnastarf sunnudaginn 17. mars kl. 11. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vísiterar Nessókn og predikar. Barnakór Neskirkju syngur auk kórs Neskirkju. Organisti er Steingrímur Þórhallsson, stjórnandi barnakórs er Þórdís Sævarsdóttir. Prestar kirkjunnar þjóna fyrir altari ásamt prófasti, biskupsritara og sóknarnefndarfólki. Í sunnudagaskólanum sjá Katrín H. Ágústsdóttir, Gunnar T. Guðnason [...]
Krossgötur 12. mars
Krossgötur, þriðjudaginn 12. mars kl. 13.00. Sr. Skúli S. Ólafsson fjallar um passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar. Söngur, kaffi og kruðeríi að venju!
Guðmundar Ingólfssonar
Sunnudaginn 10. mars kl. 11:00 opnar sýning Guðmundar Ingólfssonar á Torginu í Neskirkju. Fjallað er um verkin í predikun og að messu lokinni ganga sýningargestir á Torgið. Um myndirnar á sýningunni segir Guðmundur: „Myndirnar af innrýmum lýsis- og olíutanka eru að mestu frá árunum 1993–2000 en enn er verið að [...]
Messa 10. mars
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju syngja. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Líf og fjör í sunnudagskólanum. Umsjón Katrín Helga Ágústsdóttir, Gunnar Tómas Guðnason og Ari Agnarsson. Að lokini messu verður ljósmyndasýning Guðmundar Ingólfsson opnuð á Torginu. Samfélag og kaffisopi.
Jesús í Hollywood
Að vanda er hlaðborðið fjölbreytt á Skammdegisbirtu í Neskirkju. Fyrstur spilar Steingrímur Þórhallsson á orgelið valin verk eftir meistara Bach. Sr. Davíð Þór Jónsson, Vesturbæingur með meiru, flytur aðalerindi dagsins og heitir það, Jesús í Hollywood. Já, við erum að sigla inn í föstuna og hann ræðir hvernig Draumaverksmiðjan túlkar [...]
Karl Sigurbjörnsson, biskup
Karl Sigurbjörnsson biskup heimsækir Krossgötur þriðjudaginn 5. mars kl. 13:00. Hann segir sögu af ferð sinni til Jerúsalem á síðasta ári. Karl er góður sögumaður og þekkir vel sögu þessara slóða. Að venju er boðið upp á kaffiveitngar og samsöng!
Bannfæring
Á þremur fræðslukvöldum í Neskirkju, 14., 21. og 28. ferbrúar kl. 20.00 verður rætt um bannfæringar og útskúfun í margbreytilegum samfélögum. Fátt lýsir betur samfélögum, eðli þeirra og uppbyggingu en að rýna í skráðar og óskráðar reglur um útskúfun. Slíkar hugmyndir birtast á öllum tímum og þar er samtími okkar [...]
Áfallasaga kvenna í Krossgötum
Dr. Unnur Valdimarsdóttir verður gestur okkar á Krossgötum þriðjudaginn 26. febrúar. Hún leiðir rannsóknina Áfallasaga kvenna sem er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands. Rannsóknin miðar að því að auka þekkingu á ýmsum áföllum á lífsleiðinni, þar á meðal ofbeldi, og áhrifum þeirra á heilsufar kvenna. Hún tekur til allra íslenskumælandi kvenna 18 [...]
Opið prjónakvöld á mánudag kl. 20
Prjónahópur hittist síðasta sunnudag hvers mánaðar í kjallara Neskirkju og spjallar saman yfir handavinnu. Öll handavinna vel séð en þema kvöldsins er peysuprjón. Lopapeysur, peysur prjónaðar upp og niður. Sýnikennsla í frágangi, lykjað undir höndum og gengið frá endum og hálsmál saumað niður. Endilega komið með bækur og blöð með [...]