Dr. Unnur Valdimarsdóttir verður gestur okkar á Krossgötum þriðjudaginn 26. febrúar. Hún leiðir rannsóknina Áfallasaga kvenna sem er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands. Rannsóknin miðar að því að auka þekkingu á ýmsum áföllum á lífsleiðinni, þar á meðal ofbeldi, og áhrifum þeirra á heilsufar kvenna. Hún tekur til allra íslenskumælandi kvenna 18 ára og eldri og verður ein stærsta vísindarannsókn á heimsvísu á þessu sviði. Nú þegar hafa þúsundir kvenna tekið þátt í rannsókninni.

Unnur er fædd árið 1972. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1992, BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og doktorsprófi í klínískri faraldsfræði árið 2003 frá Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Doktorsverkefni hennar fjallaði um aðlögun og heilsufar hjá ekkjum sem misst höfðu eiginmenn sína úr krabbameini.

Að venju verður veglegt kaffihlaðborð og söngur að erindinu loknu.