Prjónahópur hittist síðasta sunnudag hvers mánaðar í kjallara Neskirkju og spjallar saman yfir handavinnu. Öll handavinna vel séð en þema kvöldsins er peysuprjón.  Lopapeysur, peysur prjónaðar upp og niður. Sýnikennsla í frágangi, lykjað undir höndum og gengið frá endum og hálsmál saumað niður. Endilega komið með bækur og blöð með peysuhugmyndum.