Messa og barnastarf sunnudaginn 17. mars kl. 11. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vísiterar Nessókn og predikar. Barnakór Neskirkju syngur auk kórs Neskirkju. Organisti er Steingrímur Þórhallsson, stjórnandi barnakórs er Þórdís Sævarsdóttir. Prestar kirkjunnar þjóna fyrir altari ásamt prófasti, biskupsritara og sóknarnefndarfólki. Í sunnudagaskólanum sjá Katrín H. Ágústsdóttir, Gunnar T. Guðnason og Ari Agnarsson um fjörið í söng og leik og fræðslu á fjölbreyttan hátt. Kirkjukaffi á Torginu að lokinni messu.