Messur

Sunnudaginn 9. nóvember: Messa til heiðurs Bólu – Hjálmari

Sunnudaginn 9. nóvember kl. 11 verður barnastarf og messa til heiðurs Hjálmari Jónssyni skáldi. Hann er betur þekktur sem Bólu-Hjálmar og fæddist á Hallandi í Eyjafirði 1796. Hann lést 25. júlí 1875. Kór Neskirkju hefur æft lög íslenskra tónskálda við ljóð Bólu-Hjálmars sem flutt verða í messunni. Þorgeir Tryggvason, heimspekingur, flytur erindi um skáldið í [...]

By |2025-10-29T15:52:32+00:0028. október 2025 11:06|

Messa og barnastarf á sunnudaginn

Sunnudaginn 28. september verður messa og barnastarf kl. 11. Jón Ómar Gunnarsson, þjónar og predikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Söngur, sögur og gleði í sunnudagaskólanum. Samfélag og kaffi eftir messu á Torginu. Verið hjartanlega velkomin í kirkjuna ykkar!

By |2025-09-25T11:50:49+00:0025. september 2025 11:48|

Messa 21. júlí

Messa kl. 11 sunnudaginn 21. júlí. Viðfangsefni textanna er spurning Jesú: Hvern segið þér mig vera?  Árni Þór Þórsson guðfræðinemi predikar og sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Neskirkju leiða söng. Allir hjartanlega velkomnir. Blöð og litir í boði fyrir yngstu kynslóðina. Hressing og samfélag á Torginu eftir messu.

By |2019-07-17T13:33:09+00:0017. júlí 2019 13:33|

Fjölskylduguðsþjónusta 9. desember

Þann 9. desember verður fjölskylduguðsþjónusta með aðventusniði kl. 11. Barnakórar Neskirkju syngja undir stjórn Þórdísar Sævarsdóttur, við kveikjum á öðru aðventukertinu, hirðakertinu og heyrum frásögnina af hirðunum á Betlehemsvöllum. Mikill almennur söngur við undirleik Ara Agnarssonar. Prestur er sr. Steinunn Arnrþrúður  Björnsdóttir og með henni verður Katrín Helga Ágústsdóttir.  Eftir guðsþjonustuna er hressing og spjall [...]

By |2018-12-06T22:41:46+00:006. desember 2018 22:41|

Nýtt messutón frumflutt

Messa kl. 11. Frumflutt verður nýtt messutón eftir orgaista kirkjunnar, Steingrím Þórhallsson. Kór Neskirkju syngur og leiðir söng. Sr. Skúli Ólafsson predikar og sr. Steinunn A. Björnsdóttir þjónar fyrir altari. Kaffi og samfélag á kirkjutorginu að messu lokinni. Sunnudagaskóli kl. 11 í safnaðarheimilinu. Söngur, gleði og gaman undir stjórn Yrju Kristinsdóttur, Katrínar Helgu Ágústsdóttur ,Margrétar [...]

By |2017-11-23T14:28:20+00:0023. nóvember 2017 14:19|

Messa og sunnudagaskóli 8. janúar

Barnastarfið hefst aftur af fullum krafti þann 8. janúar. Þá verður messa í kirkjunni kl. 11 og hana hefja allir saman en svo fara börnin yfir í safnaðarheimili í sunnudagaskólann. Í kirkjunni leikur María Kristín Jónsdóttir  á orgelið og leiðir söng með félögum úr Kór Neskirkju. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Í safnaðarheimilinu fagna Katrín [...]

By |2017-04-26T12:23:07+00:004. janúar 2017 16:21|

Messa og barnastund 4. október kl. 11

Sunnudaginn 4. október kl. 11:00 er messa og barnastund í Neskirkju. Steingrímur Þórhallsson er við hljóðfærið og leiðir söng félaga úr Kór Neskirkju. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Sunnudagaskólinn tekur þátt í upphafi messu en fer síðan í safnaðarheimilið. Þar verður einnig mikil söngur auk þess sem sögur eru sagðar, Nebbi kemur í heimsókn [...]

By |2017-04-26T12:23:09+00:0029. september 2015 11:40|

Messa og barnastarf 27. september

Það er óhætt að segja að það verður mikið sungið í messu næsta sunnudags. Bæði Kór Neskirkju og Stúlknakór Neskirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Auk þess syngur Jóhanna Halldórsdóttir söngkona einsöng. Stjórnandi og organisti er Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn tekur þátt í upphafi messu en fer síðan [...]

By |2017-04-26T12:23:10+00:0024. september 2015 10:59|

Kyrrðarstundir hefjast

Miðvikudaginn 9. september kl. 12:00 hefjast kyrrðarstundir í Neskirkju. Þar gefst fólki kostur á að njóta fallegrar tónlistar, hlýða á Guðs orð og útleggingu á því, leggja bænir sínar í Drottins hendur og njóta svo veitinga á Kirkjutorgi, safnaðarheimili kirkjunnar. Prestar og organisti Neskirkju hafa umsjón með kyrrðarstundum.

By |2017-04-26T12:23:13+00:004. september 2015 14:55|

Safnað til stuðnings flóttamönnum

Biskup hefur hvatt söfnuði Þjóðkirkjunnar að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september nk. til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu. Neskirkja mun ekki liggja á liði sínu. Ólafur og Guðrún ætla að elda súpu n.k. sunnudag. Við hvetjum fólk til að [...]

By |2017-04-26T12:23:13+00:004. september 2015 14:49|