Miðvikudaginn 9. september kl. 12:00 hefjast kyrrðarstundir í Neskirkju. Þar gefst fólki kostur á að njóta fallegrar tónlistar, hlýða á Guðs orð og útleggingu á því, leggja bænir sínar í Drottins hendur og njóta svo veitinga á Kirkjutorgi, safnaðarheimili kirkjunnar. Prestar og organisti Neskirkju hafa umsjón með kyrrðarstundum.