Messa kl. 11. Frumflutt verður nýtt messutón eftir orgaista kirkjunnar, Steingrím Þórhallsson. Kór Neskirkju syngur og leiðir söng. Sr. Skúli Ólafsson predikar og sr. Steinunn A. Björnsdóttir þjónar fyrir altari. Kaffi og samfélag á kirkjutorginu að messu lokinni.
Sunnudagaskóli kl. 11 í safnaðarheimilinu. Söngur, gleði og gaman undir stjórn Yrju Kristinsdóttur, Katrínar Helgu Ágústsdóttur ,Margrétar Hebu Atladóttur og Ara Agnarssonar. Hressing eftir samveru.