Það er óhætt að segja að það verður mikið sungið í messu næsta sunnudags. Bæði Kór Neskirkju og Stúlknakór Neskirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Auk þess syngur Jóhanna Halldórsdóttir söngkona einsöng. Stjórnandi og organisti er Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn tekur þátt í upphafi messu en fer síðan í safnaðarheimilið eins og venjulega. Þar verður einnig mikil söngur auk þess sem sögur eru sagðar, Nebbi kemur í heimsókn og fleira. Umsjón með barnastarfinu hafa þau Andrea, Katrín og Ari. Messan hefst kl. 11 en eftir hana er boðið upp á kaffisopa á Torginu þar sem allir hittast á ný og eiga samfélag saman.