Sunnudaginn 4. október kl. 11:00 er messa og barnastund í Neskirkju. Steingrímur Þórhallsson er við hljóðfærið og leiðir söng félaga úr Kór Neskirkju. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Sunnudagaskólinn tekur þátt í upphafi messu en fer síðan í safnaðarheimilið. Þar verður einnig mikil söngur auk þess sem sögur eru sagðar, Nebbi kemur í heimsókn og fleira. Umsjón með barnastarfinu hafa þau Andrea, Katrín, sr. Sigurvin og Ari. Loks er boðið upp á kaffisopa á Torginu þar sem allir hittast á ný og eiga samfélag saman.