Fyrirhugaður fundur gegn klámi
Neskirkuprestar undirbúa, í samvinnu við Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og Biskupsstofu, fund í Neskirkju, sem líklega verður haldinn í vikunni þegar títtnefnd Klámráðstefna mun standa yfir. Meira hér.
Klámráðstefna
Biskup Íslands og Prestafélagið hafa sent frá sér þessa yfirlýsingu: […]
Kristni og íslensk myndlist
Eru trú og list systur, flétta, eitthvað allt annað eða óskyld efni? Í opnu húsi Neskirkju, miðvikudaginn 21. febrúar, verður efnið skoðað. Pétur Pétursson, guðfræðiprófessor, mun ræða um kristin stef í íslenskri tuttugustu aldar myndlist. […]
Föstuferðin
Við göngum inn í föstu. Jesúförin til Jerúsalem var engin glansferð og endirinn ófyrirséður. Í prédikun verður hugað að tímavíddum og föstustefjum. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar ásamt sr. Halldóri Reynissyni fyrir altari. […]
Kristindómur og karlmennska
Hvernig eru karlarnir og hvernig ættu þeir að vera? Skiptir máli að Jesús var karl en ekki kona? Karlmennska og trú verða rædd í opnu húsi Neskirkju, miðvikudaginn, 14. febrúar. Kaffiveitingar á Torginu kl. 15. […]
Messa 11. febrúar kl. 11
Biblíudagurinn. Hvað telst vera Guðs orð? Er það Biblían? Eða eitthvað annað? Bókstafur eða andi?Séra Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Barnastarf á sama tíma. Kaffisopi efir messu.
Foreldramorgnar
Miðvikudaginn 7. febrúar mun starfsmaður frá Borgarbókasafninu koma í heimsókn á Foreldramorgun og fjalla um efnið Málþroski og örvun barna með lestri. Foreldramorgnar er alla miðvikudaga milli kl. 10 og 12. Sjá dagskrá hér!
Alfa II – Líf á nýjum nótum
Opinn kynningarfundur á Alfa II verður þriðjudaginn 6. febrúar kl. 20. Kaffi og veitingar. […]
Sigurbjörn Þorkelsson í opnu húsi
Fyrsta opna húsið á þessu ári verður miðvikudaginn 7. febrúar. Sigurbjörn Þorkelsson, rithöfundur og framkvæmdastjóri Laugarneskirkju fjallar um efnið: Lát engan líta smáum augum á elli þína. […]
Toshiki Toma prédikar
Prestur innflytjenda er Toshiki Toma. Hann hefur skrifstofuaðstöðu í Neskirkju við Hagatorg, þjónar við helgihaldið og prédikar í messunni sunnudaginn 4. febrúar. […]