Prestur innflytjenda er Toshiki Toma. Hann hefur skrifstofuaðstöðu í Neskirkju við Hagatorg, þjónar við helgihaldið og prédikar í messunni sunnudaginn 4. febrúar.

Sr. Toshiki er kunnur fyrir skrif sín um málefni innflytjenda, fyrir næmi í greiningu íslensks samfélags og fyrir ljóðagerð.

Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Félagar úr kór Neskirkju syngja. Aðstoð við útdeilingu: Hanna Johannessen. Meðhjálpari og kynnir dagskrár í upphafi messu er Úrsúla Árnadóttir.

Umsjón með barnastarfi hafa Guðmunda I. Gunnarsdóttir, Sigurvin Jónsson, Björg Jónsdóttir og Ari Agnarsson.

Messan hefst kl. 11 árdegis og er, eins og allar messur kirkjunnar, öllum opnar. Verið velkomin, kirkjan er fyrir alla og starfar í þjónustu trúar og lífs.