Við göngum inn í föstu. Jesúförin til Jerúsalem var engin glansferð og endirinn ófyrirséður. Í prédikun verður hugað að tímavíddum og föstustefjum. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar ásamt sr. Halldóri Reynissyni fyrir altari.

Við göngum inn í föstu. Jesúförin til Jerúsalem var engin glansferð þótt endirinn væri góður. Hver eru föstustefin og hvernig birtast þau? Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og sr. Halldór Reynisson þjónar fyrir altari.

Félagar úr Háskólakórnum syngja undir stjórn Kára Þormar, organista. Hanna Johannessen og Elín Sigrún Jónsdóttir aðstoða við útdeilingu. Meðhjálpari Valdimar Tómasson.

Barnastarfið byrjar í messunni en eftir lestra fara börnin í safnaðarheimilið og njóta þar helgihalds og fræðslu við hæfi. Umsjón með barnastarfi hafa Guðmunda I. Gunnarsdóttir, Sigurvin Jónsson, Björg Jónsdóttir og Ari Agnarsson.

Kaffi eftir messu á Torginu. Allir velkomnir því Neskirkja er hlið himins.