Bænamessa í miðri viku
Á miðvikudögum eru fyrirbænamessur kl. 12.15 þar sem beðið er fyrir sjúkum og bágstöddum. Messan tekur um 20 mínútur. Hægt er að koma fyrirbænarefnum til prestanna með tölvupósti, símtali eða skriflega við upphaf messunnar.
Sr. María messar
Næsta sunnudag, 26. ágúst, mun sr. María Ágústsdóttir, héraðsprestur, þjóna fyrir altari og prédika í Neskirkju. Félagar úr kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, kantors. Meðhjálpari er Úrsúla Árnadóttir. Aðstoð við útdeilingu Hanna Johannesen. Messan hefst kl. 11 og allir eru velkomnir.
Drauma vitjað
Hvað er á bak við drauminn um ógeðslega flotta íbúð, kaup á fótboltaliði og vonina um að verða vel launaðir lögfræðingar? Stókostlegir lífsdraumar unga fólksins voru kortlagðir og ræddir í prédikun sr. Sigurðar Árna 19. ágúst. Til að lesa prédikunina smelltu hér.
Söngur fermingarbarna
Besti hópurinn þetta árið er rauði hópurinn og sungu þau glæsilega eins og hægt er að heyra á eftirfarandi linkum. Sálmarnir sem æfðir voru heita Ástarfaðir himinhæða og Eigi stjörnum ofar.
Draumamessa í Neskirkju
Í messunni 19. ágúst verða draumar fólks ræddir í prédikun og fyrir þeim verður beðið. Fermingarbörn ganga til altaris í fyrsta sinn. Aðstandendum þeirra er boðið að taka þátt í veislu safnaðar og himins. Messan hefst kl. 11 og allir eru velkomnir. […]
Fjör í fræðslunni
Neskirkja fylltist af ungmennum í morgun. Fermingarfræðslan var að hefjast. Hátt í eitt hundrað ungmenni komu í kirkjuna. Sumarnámskeiðið stendur í fimm daga og er fyrsti hluti fermingarfræðslunnar sem stendur heilan vetur. Og fermingarbörnin í Neskirkju eru stórkostleg, nálgast verkefnin með opnum en skörpum huga. […]
Sumarnámskeið fermingarbarna hefst 12. ágúst
Hið árlega sumarnámskeið fermingarbarna hefst í Neskirkju sunnudaginn 12. ágúst kl. 20 með fundi foreldra og fermingarbarna. […]
Messa 12. ágúst kl. 11
Í messunni verða þessir textar íhugaðir. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Neskirkju leiða sönginn. Organisti Steingrímur Þórhallsson.Prédikunina er hægt að lesa og hlusta á hér. […]
Messa 5. ágúst kl. 11
Séra Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Neskirkju leiða sönginn. Organisti Magnús Ragnarsson.Prédikun dagsins er að finna hér. […]