Neskirkja fylltist af ungmennum í morgun. Fermingarfræðslan var að hefjast. Hátt í eitt hundrað ungmenni komu í kirkjuna. Sumarnámskeiðið stendur í fimm daga og er fyrsti hluti fermingarfræðslunnar sem stendur heilan vetur. Og fermingarbörnin í Neskirkju eru stórkostleg, nálgast verkefnin með opnum en skörpum huga.

Í gærkvöldi komu þau í kirkjuna með foreldrum og aðstandendum. Mörg yngri systkina komu líka! Fermingarfræðslan í Neskirkju er með fjölbreytilegu sniði, umræðufundir haldnir, fræsðlustundir, kvikmyndasýningar, fjölskuldufundir, verkefni eru unnin og farið er í Viðey einn daginn til að ganga á vit sögu og drauma. Flest stóru stef kristninnar eru skoðuð og rædd.

Neskirkja gefur út eigin fermingarfræðslubók sem prestar og starfsfólk kirkjunnar hafa skrifað. Bókin var gefin út í annað sinn nú í haust, aukin og endurbætt.

Stór hópur starfsmanna Neskirkju tekur þátt í fræðsluævintýrinu. Það eru forréttindi að fá að þjóna þessu fólki og vera prestur þess.