Lífið er ferð og mikilvægt að góðar öndvegissúlur finnist, til að lífsreisan verði farsæl. Í matarhléi á þriðjudegi fóru fermingarbörnin út á friðartorgið Hagatorg og stóðu við öndvegissúlur Sigurjóns Ólafssonar og létu gleðilátum. Að baki þeim sést í kross kirkjunnar. Hann er aldrei fjarri, tákn um návist Guðs í heimi. Á miðvikudagsmorgni fara þau svo í Viðey til að ganga á vit sögu og drauma. Hvernig verður lífið gott, hvernig getur maður lifað svo lífið verði hamingjusamt. Hvaða máli skiptir Guð?