Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Lífið á tímabeltinu – Messa 23. sept. kl. 11

Um lífið í tímanum. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Barnastarf á sama tíma. Kaffi og spjall á Torginu eftir messu. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra hvött til þátttöku. Ræðuna er hægt að heyra og lesa hér.

By |22. september 2007 10:24|

Kaffitorgið

Kaffihúsið í nýja safnaðarheimilinu er nú opið virka daga frá 9 til 16. Heitir réttir í hádeginu. Það er gott að koma á kaffitorgið í Neskirkju til að fara í hvarf um stund. Einnig er hægt að taka með fartölvuna og vafra á vefnum. […]

By |19. september 2007 12:32|

Ertu nýbúin/n að eignast barn?

Í vetur verða foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10-12 í safnaðarheimilinu. Fyrsti morguninn var 13. september. Boðið er upp á kaffi og eitthvað með. […]

By |19. september 2007 00:00|

Kvennahlutverk og Ayaan Hirsi Ali

Í anda Jesú Krists viljum við menntun og stöðuréttingu kvenna til jafns við karla. Í anda Jesús Krists mótmælum við limlestingum á konum hvar sem er í heiminum. Látum feðraveldið detta. Prédikun sr. Sigurðar Árna er í rafpostillu þjóðkirkjunnar.

By |16. september 2007 13:25|

Mörtur, Maríur og hlutverkin

Betaníusysturnar Marta og María taka ákvörðun um hlutverk sín í guðspjalli næsta sunnudags. Svo kemur Ayaan Hirsi Ali við sögu í útleggingunni. Jesús á erindi við þær allar og okkur líka. Hvert er hlutverk kvenna og hver er afstaða okkar? Getum við lært eitthvað nýtt í Jesúafstöðunni? […]

By |14. september 2007 09:59|

Messa 9. sept kl. 11 – pólskur kammerkór og barnastarfið byjað!

Messa og barnastarf kl. 11. Börnin byrja með fullorðna fólkinu í messunni en fara fljótlega í safnaðarheimilið þar sem þau fá fræðslu við sitt hæfi út frá splunkunýju kennsluefni. Kammerkór Háskólans í Varsjá, Cellegium Musicum, syngur. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti [...]

By |7. september 2007 20:02|

Kynningarkvöld Kórs Neskirkju

Núna á fimmtudagskvöldið 6. september klukkan 20:00 mun Kór Neskirkju kynna vetrardagskránna fyrir áhugasömu fólki sem jafnvel langar til að syngja með kórnum. Í desember flytur kórinn óratoríuna L’allegro, penseroso ed moderato eftir G. F. Handel og fékk nýverið glæsilegan styrk frá Baugi sem mun gera kórnum kleift að hafa [...]

By |5. september 2007 13:50|

Ekkert gjald tekið meðan beðið er

Viltu ná sambandi? Ekkert gjald meðan beðið er hjá símanum og ekki heldur í kirkjunni. Í forkirkju Neskirkju eru ljósaker og margir koma til að kveikja á kertum og njóta kyrrðarstundar. Fyrirbænamessa er á miðvikudögum kl. 12.15. […]

By |4. september 2007 12:35|

Leiðarvísir um meðferð óvina

Er ástin bara fyrir “ástvini”? Eða er ástin fyrir fleiri, jafnvel óvini? Getur verið að elskustefna Fjallræðunnar sé leiðarvísir fyrir engla en ekki venjulegt fólk í tvíbentum heimi? Prédikun Sigurðar Árna 2. september er undir þessari smellu.

By |2. september 2007 15:24|

Barnastarfið byrjar í messunni

Barnastarf Neskirkju hefst sunnudaginn 2. september. Börnin hefja samveruna með fullorðna fólkinu í kirkjunni, taka þátt í söng og helgildi. Eftir lestur lexíu og pistils er kveikt á barnamessukertinu og unga fólkið fer til sinna starfa í safnaðarheimilinu. […]

By |31. ágúst 2007 12:25|