Í vetur verða foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10-12 í safnaðarheimilinu. Fyrsti morguninn var 13. september. Boðið er upp á kaffi og eitthvað með.
Í vetur verða foreldramorgnar verða á fimmtudögum kl. 10-12 í safnaðarheimilinu. Boðið er upp á kaffi og eitthvað með. Undan farin ár hafa aðallega mömmur sótt foreldramorgna en pabbar eru bæði velkomnir og vinsælir. Elínborg Lárusdóttir, félagsráðgjafi, stjórnar starfi og dagskrá. Í mörg ár hefur Hanna Johannessen, varaformaður sóknarnefndar, stutt þetta starf með ýmsum hætti. Ert þú með ungbarn á heimilinu? Hvernig væri að koma og blanda geði við foreldra sem eru í sömu sporum?