Betaníusysturnar Marta og María taka ákvörðun um hlutverk sín í guðspjalli næsta sunnudags. Svo kemur Ayaan Hirsi Ali við sögu í útleggingunni. Jesús á erindi við þær allar og okkur líka. Hvert er hlutverk kvenna og hver er afstaða okkar? Getum við lært eitthvað nýtt í Jesúafstöðunni?

Betaníusysturnar Marta og María taka ákvörðun um hlutverk sín í guðspjalli næsta sunnudags. Svo kemur Ayaan Hirsi Ali við sögu í útleggingunni. Jesús á erindi við þær allar og okkur líka. Hvert er hlutverk kvenna og hver er afstaða okkar? Getum við lært eitthvað nýtt í Jesúafstöðunni?

Messan hefst kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar.

Sr. Toshiki Thoma þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni, sem prédikar. Hanna Johannessen aðstoðar við útdeilingu ástamt Rúnari Reynissyni, meðhjálpara.

Barnastarfið hefst í kirkjunni en eftir skírn í upphafi messu fara börnin til barnamessu í safnðarheimilinu. Stjórnendur barnastarfsins eru Sigurvin Jónsson og Björg Jónsdóttir.

Kaffi og samfélag á Torginu eftir messu. Neskirkja er opin kirkja bæði konum og körlum, fólki á öllum aldri. Þú ert velkomin/n.