Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Guðrún Helgadóttir

Í Opnu húsi miðvikudaginn 24. október mun Guðrún Helgadóttir rithöfundur talar um æsku og elli og les úr verkum sínum. Opna húsið byrjar kl. 15. með kaffiveitingum á Torginu. Umsjón með starfinu hefur Hjörtur Pálsson.

By |24. október 2007 09:38|

Foreldramorgnar

Foreldramorgnar er alla fimmtudaga kl. 10 til 12. Fjörugt samfélag og mörg börn! Spjall, samfélag og gott kaffi.

By |24. október 2007 00:00|

NeDó á Landsmóti ÆSKÞ 19.-21. október

Nú á sunnudaginn lauk landsmóti æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) en um helgina hittumst rúmlega þrjúhundruð unglingar á aldrinum 13 ára til 18 ára ásamt leiðtogum á Hvammstanga. NeDó, æskulýðsfélag kirkjunnar, var þar með hóp af ungmennum sem sýndu kirkjunni mikinn sóma með hátterni sínu en svo vel gekk mótið að hvergi [...]

By |22. október 2007 16:52|

Messa 20. okt. kl. 11 – Fögnum nýrri Biblíu!

Messan hefst með því að tekin verður í notkun ný Biblía með viðhöfn. Fermingarbörn bera inn ljós og nýju Biblíuna. Barnastarf á sama tíma í umsjá Bjargar Jónsdóttur. Félagar úr Háskólakórnum leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, organista. Meðhjálpari Úrsúla Árnadóttir. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. [...]

By |18. október 2007 11:46|

Biskupsheimsókn í myndum

Þegar biskup sækir söfnuð heim vísiterar hann. Herra Karl Sigurbjörnsson vitjaði Nessafnaðar í byrjun október. Nokkrar myndir frá vísitasíu, m.a. af fundum sem biskup sat eða tók þátt í eru undir þessari smellu.

By |17. október 2007 12:46|

Bæn og messa

Á miðvikudögum eru fyrirbænamessur í Neskirkju kl. 12.15. Beðið er fyrir lífinu, gleðinni, sjúkum og bágstöddum. Messan, þ.m.t. altarisgangan, tekur um 20 mínútur. Hægt er að koma fyrirbænarefnum til prestanna með tölvupósti, símtali eða skriflega við upphaf messunnar.

By |17. október 2007 09:00|

Blómlegt unglingastarf í Neskirkju

Í Neskirkju er blómlegt unglingastarf en kirkjan er ásamt Dómkirkju á leiðinni til Hvammstanga á landsmót æskulýðsfélaga í Þjóðkirkjunni. Þar koma til með að hittast mörg hundruð ungmenni af öllu landinu til að eiga góða stund saman og fræðast um Biblíuna og kristna trú. Á vegum NeDó unglingastarfs Nes- og [...]

By |16. október 2007 17:58|

Opið hús

Miðvikudaginn 17. október kemur Óttar Einarsson fyrrum skólastjóri og menntaskólakennari í heimsókn í Opið hús og segir frá Ágúst Pálsyni arkitekt, sem teiknaði Neskirkju, og rabbar um fleira sem í hugann kemur. Opna húsið byrjar kl. 15 með kaffiveitingum á Torginu. Umsjón með starfinu hefur Hjörtur Pálsson.

By |16. október 2007 10:25|

Er Guð leikstjóri eða elskhugi?

Eru slys og áföll Guði að kenna? “... svo áttar maður sig á því að það getur ekki verið þannig,” sagði kvennaskólamærin. Eru kynslóðaskipti að verða á Íslandi í guðsafstöðu fólks? Prédikun sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar frá 14. október er að finna á prédikanavef þjóðkirkjunnar.

By |14. október 2007 20:47|

Um Guð sunnudag kl. 11

Tengsl heims og Guðs verða íhuguð og "iðkuð" í sunnudagsmessunni. Skilgreining tengsla skilyrðir aðrar hugmyndir heim, eðli manna, já lífið. Kórinn Vox Academica sér um forsöng, orgelleikari verður Elías Davíðsson og prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson. Kaffi og spjall á Torginu eftir messu.

By |12. október 2007 10:19|