Saltfiskur og borðræða föstudaginn 27. febrúar
Fastan er tími íhugunar. Val á hráefni í föstumat hefur ekki aðeins stjórnast af þörfum líkamans heldur líka hins innri manns. Í þeim anda verður saltfiskur framreiddur í Neskirkju á föstudaginn kemur. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir mun ræða um sáttaferli í fyrstu borðræðunni. Máltíð hefst um kl. 12. […]
Örn Bárður segir fréttir frá Ameríku
Örn segir fréttir frá dvöl sinni í Ameríku á heimasíðu sinni og birtir einnig myndir.
Hvenær drepur maður mann? 5. orðið
Jesú spyr okkur hvort við hugsum vel og fallega um fólk, okkur sjálf og samfélag okkar. Spurningin varðar hvort drep sé að byrja innan í okkur, sálardrep. 22. febrúar ræddi sr. Sigurður Árni um fimmta boðorðið. Prédikun er að baki smellunni.
Vonarrík þjóð – pistill frá Bandaríkjunum
Nýjan pistil Arnar Bárðar sem hann ritaði fyrir Vesturbæjarblaðið nú í febrúar 2009 er hægt að lesa hér.
Morð í messunni síðan hrun svo von
Rætt verður um fimmta boðorðið og merkingu þess í messunni 22. febrúar. Kór Neskirkju verður í Skálholti í æfingabúðum og í þeirra stað syngja félagar í Schola Cantorum. Organisti Hörður Áskelsson. Prestar Toshiki og Sigurður Árni. Messuþjónar Kári, Auður og Svanur. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. [...]
Hrunið og vonin
Vilhjálmur Bjarnason mun eftir messuna 22. febrúar, flytja erindi um hrunið og vonina. Vilhjálmur er lektor í Viðskiptadeild HÍ og framkvæmdastjóri Félags fjárfesta. Hann var valinn viðskiptafræðingur ársins 2008. Messan hefst kl. 11 en fyrirlestur Vilhjálms 12:10. Eftir framsögu verða umræður. Allir velkomnir.
Fönix og NeDó á Vormóti ÆSKR
Síðustu helgi sótti hópur ungmenna úr æskulýðsfélögum Neskirkju Vormót ÆSKR í Vatnaskógi. Þar komu tæplega 200 ungmenni víðsvegar að af höfuðborgarsvæðinu saman. Fönix krakkarnir unnu til verðlauna fyrir stuttmyndir sem þau höfðu gert fyrir mótið og stúlkur úr Fönix skipuðu lið í spurningakeppninni sem lenti í öðru sæti eftir æsispennandi [...]
Opið hús miðvikudaginn 18. febrúar
Vettvangsferð í Lindakirkju. Nýverið var safnaðarsalur tekinn í notkun við Lindakirkju í Kópavogi og einnig nýr kirkjugarður í nágrenninu. Við ætlum að skoða bygginguna undir leiðsögn sr. Guðmundar Karls Brynjarssonar, sóknarprests. Kaffiveitingar verða á Torginu kl. 15 og brottför fljótlega upp úr því.Opið hús er alla miðvikudag kl. 15. Sjá [...]
Fjórða boðorðið
Þetta var merkileg upplifun að sitja þarna á sjúkrastofunni og halda í hönd aldraðs föður síns. Þeir höfðu aldrei haldist í hendur áður, hann mundi það alla vega ekki. Hann mundi hins vegar ótlejandi stundir þar sem þeir höfðu hækkað róminn hvor á annan, ekki talast við dögunum saman eða [...]
Messa og barnastarf 15. febrúar
Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Fjórða boðorðið til skoðunar. Messuþjónar. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði. Umsjón María, Andrea og leynigesturinn. Súpa, brauð, kaffi [...]