Rætt verður um fimmta boðorðið og merkingu þess í messunni 22. febrúar. Kór Neskirkju verður í Skálholti í æfingabúðum og í þeirra stað syngja félagar í Schola Cantorum. Organisti Hörður Áskelsson. Prestar Toshiki og Sigurður Árni. Messuþjónar Kári, Auður og Svanur. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Barnastarfið: Sigurvin, María, Andrea og Ari. Eftir messu mun Vilhjálmur Bjarnason fjalla um hrun og von. Erindið hefst kl. 12:10.