Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Uppeldisnámskeið í Neskirkju – Uppeldi sem virkar

Mánudaginn 26. apríl hefst í Neskirkju uppeldisnámskeið sem að Helga Arnfríður sálfræðingur kemur til með að kenna. Námskeiðið ber heitið Uppeldi sem virkar – Færni til framtíðar en Helga hefur áralanga reynslu af kennslu slíkra námskeiða. Námskeiðið miðar að því að auka færni uppalenda og stuðla að nánari tengslum milli [...]

By |20. apríl 2010 11:56|

Sálumessa Fauré og mótettur í Neskirkju

Miðvikudaginn 21. apríl (síðasta vetradag) kl. 20.00. flytur Kór Neskirkju Requiem eftir Gabriel Fauré. Á tónleikunum verða einnig fluttar nokkrar mótettur m.a. eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur og Charles Villiers Stanford. Flytjendur á tónleikunum eru auk Kór Neskirkju, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Jón Svavar Jósefsson barítón og á orgel leikur Björn Steinar Sólbergsson. Stjórnandi er [...]

By |20. apríl 2010 11:55|

Messa 18. apríl

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Fermdur verður Kristján Thorlacius Finnsson, Grenimel 7. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og leikir í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, María og Ari. Samfélag, súpa, brauð og kaffi á [...]

By |15. apríl 2010 12:23|

Helgihald 11. apríl

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Þórhildur Ólafs prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Líf og fjör í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, María og Ari. Samfélag, súpa, brauð og kaffi á Torginu eftir messu. Fermingarmessa kl. 13.30. Prestar sr. [...]

By |7. apríl 2010 09:56|

Fermingar 2010 – myndir!

Hér er hægt að sjá myndir af fermingarhópum vorsins 2010. Fyrstu fjórir hóparnir eru þegar komnir á myndasíðuna. Myndir af síðasta hópnum verður birtir á fermingardaginn 11. apríl. Smelltu hér til að skoða myndirnar. Ræður úr fyrstu þremur fermingunum er hægt að hlusta á hér.

By |6. apríl 2010 14:11|

Opið hús miðvikudaginn 7. apríl

Geir Guðsteinsson segir okkur frá lífi og starfi blaðamannsins, en Geir er m.a.ritstjóri Vesturbæjarblaðsins. Hann gerir okkur grein fyrir því hvernig óvæntir atburðir gera kröfu til skjótra úrlausna og viðbragðsflýtis um leið og skrifin þurfa að vera vönduð og greina rétt frá atvikum og aðstæðum. Kaffiveitingar í upphafi á Torginu.

By |6. apríl 2010 14:06|

Helgihald um bænadaga og páska 2010

Skírdagskvöld. Messa kl. 20.00. Heilög kvöldmáltíð. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Föstudagurinn langi. Guðsþjónusta kl. 11.00. Píslarsagan lesin. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 8.00. Hátíðartón. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Þórhildi Ólafs. Morgunverður og páskahlátur á milli messa. Upprisutónleikar kl. [...]

By |29. mars 2010 14:21|

Messur 28. mars kl. 11 og 13.30

Messa og barnastarf kl. 11.  Sameiginlegt upphaf. Séra Þórhildur Ólafs prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Kór Neskirkju leiðir söng. Messuþjónar aðstoða. Barnastarf í umsjá Sigurvins Jónssonar og samstarfsfólks. Seinni messan kl. 13.30  verður fermingarmessa, sú þriðja sem fram fer þessa helgi. Hinar tvær fóru fram laugardaginn 27. [...]

By |27. mars 2010 21:24|

Sjötti og síðasti saltfiskdagurinn!

Sjötti saltfisksdagurinn verður haldinn, föstudaginn, 26. mars kl. 12-13. Boðið verður upp á salfisk að hætti Miðjarðarhafsbúa með ofnbökuðum rótarávöxtum. Um sextíu manns mættu föstudaginn var. Máltíðin kostar kr. 1.500 og rennur hluti af innkomunni til Hjálparstarfs kirkjunnar. Sjá meira um saltfiskdaga hér!

By |24. mars 2010 17:55|

Opið hús miðvikudaginn 24. mars

Guðrún Lára Ásgeirsdóttur segir okkur frá tilurð bókarinnar „Öll þau klukknaköll“ sem kom út í haust og hún ritaði ásamt sr. Ágústi Sigurðssyni og Önnu Sigurkarlsdóttur og les úr bókinni. Bókin fjallar um veigamikið hlutverk prestkvenna, þátttöku þeirra í safnaðarstarfi og þjónustu við sóknarbörn. Hún segir frá lífi prestkvenna sem [...]

By |23. mars 2010 12:23|