Miðvikudaginn 21. apríl (síðasta vetradag) kl. 20.00. flytur Kór Neskirkju Requiem eftir Gabriel Fauré. Á tónleikunum verða einnig fluttar nokkrar mótettur m.a. eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur og Charles Villiers Stanford. Flytjendur á tónleikunum eru auk Kór Neskirkju, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Jón Svavar Jósefsson barítón og á orgel leikur Björn Steinar Sólbergsson. Stjórnandi er Steingrímur Þórhallsson. Miðar seldir við inngang og í forsölu hjá félögum í Kór Neskirkju. Miðaverð  kr. 1.000 í forsölu hjá kórfélögum en kr. 1.500 við inngang

Requiem, op. 48. Gabriel Fauré (1845-1924) samdi Requiem á árunum 1887 til 1890. Sálumessan er eitt af hans þekktustu verkum og hefur hún notið mikilla vinsælda frá því hún var fyrst flutt árið 1888. Sjálfur sagði Fauré sálumessu sína einkennast frá upphafi til enda af trú á eilífa hvíld í dauðanum.  Ýmsir samtímamenn Fauré höfðu orð á því að í sálumessu hans væri hvergi að finna ótta við dauðann og sumir kölluðu hana vögguvísu um dauðann.  Það er einmitt þannig sem ég sé dauðann, sagði Fauré, sem frelsun fremur en kvarlarfulla reynslu.  Sálumessan var m.a. flutt við útför Fauré árið 1924.