Fréttir

Skráning í fermingarfræðslu er hafin

Skráning í fermingarfræðslu vegna ferminga vorið 2022 er hafin. Vaskur hópur presta og annars starfsfólks tekur vel á móti unga fólkinu. Sumarnámskeið hefst með kynningu þann 15. ágúst og svo verður kennt 16. - 19. ágúst. Að auki eru samverur yfir veturinn. Ferð í Vatnaskóg er helgin 10. - 12. september og er hluti af námskeiðinu. [...]

By |2021-06-04T13:28:02+00:004. júní 2021 13:28|

Kristnir, múslimar og bahá’íar hafa bænastund í safnaðarheimili Neskirkju

Þvertrúarleg bænastund verður í safnaðarheimili Neskirkju þann 5. Júní kl. 17, á degi samstöðu vegna Covid-19. Á stundinni koma saman kristnir, múslimar og bahá´íar og flytja bænir, hver úr sínum trúararfi. Kveikt verður á bænakertum. Stundin er öllum opin. Trúar- og  lífsskoðunarfélög  á  Íslandi bjóða öllum landsmönnum að sameinast áþjóðardegi  samstöðu  vegna  COVID-19, laugardaginn 5. [...]

By |2021-06-04T13:20:35+00:004. júní 2021 13:20|

Vortónleikar Kór Neskirkju

Kór Neskirkju mun fagna vori og batnandi tíð með tónleikum miðvikudagskvöldið 2. júní kl 20:00 í Neskirkju. Flutt verða nokkur verk eftir ýmis tónskáld. Má þar nefna endurreisnartónskáldið G.P. da Palestrina, hinn alkunnuga J.S. Bach og síðast en ekki síst Steingrím Þórhallsson, stjórnanda kórsins. Meðal verka eftir þann síðastnefnda eru lög sem hann samdi við nokkur ljóð [...]

By |2021-06-01T14:00:00+00:001. júní 2021 14:00|

Guðsþjónusta og barnastarf 16. maí

Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organsiti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Sunnudagskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu og er gengið beint þangað inn. Söngur, gleði og gaman. Umsjón Sóley Anna Benónýsdóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Athugið að þetta er síðasti sunnudagskólinn nú í vor. Fyrir [...]

By |2021-05-13T17:14:02+00:0013. maí 2021 17:14|

Aðalsafnaðarfundur Nessóknar

Aðalsafnaðarfundur Nessóknar verður haldinn sunnudaginn 16. maí  kl. 9.30 í safnaðarheimili kirkjunnar. Venjuleg dagskrá aðalsafnaðarfundar. Sóknarnefnd Neskirkju.

By |2021-05-10T10:13:19+00:0010. maí 2021 10:13|

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli 9. maí

Sunnudagaskóli og guðsþjónusta kl. 11, 9. maí. Þetta er hinn almenni bænadagur og í guðsþjónustunni verður því fjallað um bænir á ýmsan hátt. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Guðsþjónustan er í safnaðarheimilinu og er gengið beint þangað inn. Kristrún Guðmundsdóttir og Hilda [...]

By |2021-05-08T16:49:50+00:007. maí 2021 13:19|

Krossgötur

Krossgötur verða þriðjudaginn 4. maí að venju kl. 13.00. Sr. Skúli S. Ólafsson sér um spennandi efni sem þátttakendur á Krossgötum hafa óskað eftir að verði fjallað um. Kaffiveitingar að hætti hússins! Allir velkomnir.

By |2021-05-04T09:13:54+00:004. maí 2021 09:09|

Sunnudagur 2. maí

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónustan er í kirkjunni, félagar úr Kór Neskirkju leiða söng með Steingrími Þórhallssyni organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudagaskólinn er í safnaðarheimili og er gengið beint inn í það. Umsjón hafa Kristrún Guðmundsdóttir og Hilda María Sigurðardóttir. Ari Agnarsson leikur undir af list og að vanda verður gleði [...]

By |2021-04-29T20:58:15+00:0029. apríl 2021 20:58|

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli 24. apríl

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Við guðsþjónustu leiða félagar úr Kór Neskirkju söng við undirleik Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Sunnudagaskólinn er í safnaðarheimili og er gengið beint þangað inn. Hilda María Sigurðardóttir og Hrafnhildur Guðmundsdóttir stýra honum ásamt Ara Agnarssyni undirleikara. Söngur, sögur og gleði. Við gætum að sóttvörnum. Verið [...]

By |2021-04-22T09:51:26+00:0022. apríl 2021 09:51|

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli 18. apríl

Við opnum aftur! Sunnudaginn 18. apríl kl. 11 verður guðsþjónusta og sunnudagaskóli. Guðsþjónustan er í kirkjunni, félagar úr Kór Neskirkju leiða söng með Steingrími Þórhallssyni organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Þemað er hirðirinn. Sunnudagaskólinn er í safnaðarheimili og er gengið beint inn í það. Umsjón hafa Kristrún Guðmundsdóttir og Sóley Anna Benónýsdóttir. Ari [...]

By |2021-04-14T12:06:49+00:0014. apríl 2021 12:06|