Skráning í fermingarfræðslu vegna ferminga vorið 2022 er hafin. Vaskur hópur presta og annars starfsfólks tekur vel á móti unga fólkinu. Sumarnámskeið hefst með kynningu þann 15. ágúst og svo verður kennt 16. – 19. ágúst. Að auki eru samverur yfir veturinn. Ferð í Vatnaskóg er helgin 10. – 12. september og er hluti af námskeiðinu.

Þau sem ekki komast á ágústnámskeiðið verða í tímum á haustmánuðum og hefst kennslan í september.

Skráning er á vef kirkjunnar.