Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónustan er í kirkjunni, félagar úr Kór Neskirkju leiða söng með Steingrími Þórhallssyni organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudagaskólinn er í safnaðarheimili og er gengið beint inn í það. Umsjón hafa Kristrún Guðmundsdóttir og Hilda María Sigurðardóttir. Ari Agnarsson leikur undir af list og að vanda verður gleði og gaman. Gætt er að sóttvörnum. Verið velkomin.