Þvertrúarleg bænastund verður í safnaðarheimili Neskirkju þann 5. Júní kl. 17, á degi samstöðu vegna Covid-19. Á stundinni koma saman kristnir, múslimar og bahá´íar og flytja bænir, hver úr sínum trúararfi. Kveikt verður á bænakertum. Stundin er öllum opin.

Trúar- og  lífsskoðunarfélög  á  Íslandi bjóða öllum landsmönnum að sameinast áþjóðardegi  samstöðu  vegna  COVID-19, laugardaginn 5. júní 2021.

Í kynningu á deginum segir:

„Verum samhuga, hvert og eitt samkvæmt sínum eigin sið og sinni eigin sannfæringu, og minnumst á þessum degi fórnarlamba heimsfaraldursins. Við erum öll lauf á sama tré. Sýnum nærveru þeim sem þjást eða eru deyjandi, réttum hjálparhönd og færum von þar sem afleiðingar faraldursins þjaka fólk sem mest. Þökkum fyrir óeigingjarna aðstoð svo margra fórnfúsra hjálpara úr öllum stéttum þjóðfélagsins um allan heim.“