Fréttir

Trú eða óregla

Samræmist það trú að misnota skjólstæðinga í meðferð og að einstaklingar noti fé, sem á að fara til líknar, í eigin rekstur? Nei. Að hafa hátt um trú tryggir ekki siðsemi, fjármála- eða meðferðar-vit. Prédikun Sigurðar Árna 21. janúar er hér.

By |2007-01-21T16:09:51+00:0021. janúar 2007 16:09|

Hvað er trú?

Hvers eðlis er trú? Þetta mikilvæga en margræða efni er til skoðunar næsta sunnudag. Messan hefst kl. 11. Allir aldurshópar hefja messugerðina saman, en eftir lestra fer unga fólkið í safnaðarheimilið. […]

By |2007-01-18T23:59:27+00:0018. janúar 2007 23:59|

Fyrirbæn og messa

Alla miðvikudaga ársins eru fyrirbænamessur í Neskirkju. Beðið er fyrir sjúkum og öllum þeim sem óska fyrirbænar. Bænaiðja er einhver gjöfulasta iðja manna. Ef þú þarfnast fyrirbænar, hafðu samband. Ef þú vilt biðja með öðrum ertu velkomin(n) í Neskirkju. […]

By |2007-01-16T17:13:19+00:0016. janúar 2007 17:13|

Foreldramorgnar

Hvað er það besta sem foreldrar ungra barna geta gert á miðvikudagsmorgnum? Að taka þátt í foreldramorgnum í Neskirkju frá kl. 10 til 12. Fyrsta samveran á nýju ári verður 17. janúar. Foreldrum gefst tækifæri til að koma saman með börn sín, spjalla saman og njóta fræðslu. […]

By |2007-01-16T15:26:41+00:0016. janúar 2007 15:26|

Raddir til lífs

Við erum ekki elskuð af því við erum góð, heldur verðum við góð af því Guð elskar okkur. Veröldin er Guðsraddakór. Guð kallar hið innra, í líkama okkar, heima og í vinnunni. Prédikun Sigurðar Árna 14. janúar er hér.

By |2007-01-14T19:38:58+00:0014. janúar 2007 19:38|

Sakkeus, Gídeon og Samúel

Þeir koma við sögu í lestrum og íhugun messunnar 14. janúar, sem hefst kl. 11. Allir aldurshópar hefja messugerðina saman, en eftir lestra fer unga fólkið í safnaðarheimili og nýtur helgihalds við hæfi. […]

By |2007-01-11T10:50:33+00:0011. janúar 2007 10:50|

Karlar með Jesú í feðraorlof

Ef pabbarnir hafa næði til heimaveru geta þeir betur sinnt trúaruppeldi. Verndum feðurna, þá eflum við heimilislíf, blessum börnin og Jesús gleðst með fangið fullt af glöðu fólki. Prédikun Sigurðar Árna er undir þessari smellu.

By |2007-01-07T10:33:46+00:007. janúar 2007 10:33|

Leyfið börnunum

Leyfið börnunum að koma til mín segir Jesús í guðspjalli næsta sunnudags. Hvaða hlutverk hafa pabbar og karlar í uppeldi og trúarþroska? Messan hefst kl. 11. Allir aldurhópar, karlar og konur, börn og aldraðir, hefja messugerðina saman. […]

By |2007-01-05T10:22:41+00:005. janúar 2007 10:22|