Fréttir

Sigurbjörn á kyrrðardegi í Neskirkju

Hvað er kyrrðardagur? Viltu komast í hvarf í nokkra klukkutíma, íhuga hin dýpri rök, hvílast og hressast bæði líkamlega og andlega. Fyrsti kyrrðardagur Neskirkju í haust verður 29. september og þá mun dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, sjá um íhuganir og fjalla um bæn og bænalíf. […]

By |2007-09-27T00:00:00+00:0027. september 2007 00:00|

Foreldramorgnar

Fimmtudaginn 27. september mun hjúkrunarfræðingur frá Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi koma í heimsókn og fjalla um efnið Svefn og svefnvenjur ungbarna. Kaffi á könnunni. Foreldramorgnar eru alla fimmtudaga kl. 10 - 12.

By |2007-09-27T00:00:00+00:0027. september 2007 00:00|

Reynir Jónasson á afmæli

Hann á afmæli hann Reynir – já hann er 75 ára í dag. Í þrjá áratugi var hann organisti Neskirkju. Til hátíðabrigða heldur Reynir harmoníkutónleika í kirkjunni kl 18. Allir velkomnir! […]

By |2007-09-26T10:31:45+00:0026. september 2007 10:31|

Lífið á tímabeltinu – Messa 23. sept. kl. 11

Um lífið í tímanum. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Barnastarf á sama tíma. Kaffi og spjall á Torginu eftir messu. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra hvött til þátttöku. Ræðuna er hægt að heyra og lesa hér.

By |2007-09-22T10:24:15+00:0022. september 2007 10:24|

Kaffitorgið

Kaffihúsið í nýja safnaðarheimilinu er nú opið virka daga frá 9 til 16. Heitir réttir í hádeginu. Það er gott að koma á kaffitorgið í Neskirkju til að fara í hvarf um stund. Einnig er hægt að taka með fartölvuna og vafra á vefnum. […]

By |2007-09-19T12:32:04+00:0019. september 2007 12:32|

Ertu nýbúin/n að eignast barn?

Í vetur verða foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10-12 í safnaðarheimilinu. Fyrsti morguninn var 13. september. Boðið er upp á kaffi og eitthvað með. […]

By |2007-09-19T00:00:00+00:0019. september 2007 00:00|

Kvennahlutverk og Ayaan Hirsi Ali

Í anda Jesú Krists viljum við menntun og stöðuréttingu kvenna til jafns við karla. Í anda Jesús Krists mótmælum við limlestingum á konum hvar sem er í heiminum. Látum feðraveldið detta. Prédikun sr. Sigurðar Árna er í rafpostillu þjóðkirkjunnar.

By |2007-09-16T13:25:59+00:0016. september 2007 13:25|

Mörtur, Maríur og hlutverkin

Betaníusysturnar Marta og María taka ákvörðun um hlutverk sín í guðspjalli næsta sunnudags. Svo kemur Ayaan Hirsi Ali við sögu í útleggingunni. Jesús á erindi við þær allar og okkur líka. Hvert er hlutverk kvenna og hver er afstaða okkar? Getum við lært eitthvað nýtt í Jesúafstöðunni? […]

By |2007-09-14T09:59:30+00:0014. september 2007 09:59|

Messa 9. sept kl. 11 – pólskur kammerkór og barnastarfið byjað!

Messa og barnastarf kl. 11. Börnin byrja með fullorðna fólkinu í messunni en fara fljótlega í safnaðarheimilið þar sem þau fá fræðslu við sitt hæfi út frá splunkunýju kennsluefni. Kammerkór Háskólans í Varsjá, Cellegium Musicum, syngur. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Kaffi og spjall [...]

By |2007-09-07T20:02:39+00:007. september 2007 20:02|

Kynningarkvöld Kórs Neskirkju

Núna á fimmtudagskvöldið 6. september klukkan 20:00 mun Kór Neskirkju kynna vetrardagskránna fyrir áhugasömu fólki sem jafnvel langar til að syngja með kórnum. Í desember flytur kórinn óratoríuna L’allegro, penseroso ed moderato eftir G. F. Handel og fékk nýverið glæsilegan styrk frá Baugi sem mun gera kórnum kleift að hafa stóra hljómsveit. Einnig verður farið [...]

By |2007-09-05T13:50:10+00:005. september 2007 13:50|