Fréttir

Opið hús

Miðvikudaginn 17. október kemur Óttar Einarsson fyrrum skólastjóri og menntaskólakennari í heimsókn í Opið hús og segir frá Ágúst Pálsyni arkitekt, sem teiknaði Neskirkju, og rabbar um fleira sem í hugann kemur. Opna húsið byrjar kl. 15 með kaffiveitingum á Torginu. Umsjón með starfinu hefur Hjörtur Pálsson.

By |2007-10-16T10:25:48+00:0016. október 2007 10:25|

Er Guð leikstjóri eða elskhugi?

Eru slys og áföll Guði að kenna? “... svo áttar maður sig á því að það getur ekki verið þannig,” sagði kvennaskólamærin. Eru kynslóðaskipti að verða á Íslandi í guðsafstöðu fólks? Prédikun sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar frá 14. október er að finna á prédikanavef þjóðkirkjunnar.

By |2007-10-14T20:47:58+00:0014. október 2007 20:47|

Um Guð sunnudag kl. 11

Tengsl heims og Guðs verða íhuguð og "iðkuð" í sunnudagsmessunni. Skilgreining tengsla skilyrðir aðrar hugmyndir heim, eðli manna, já lífið. Kórinn Vox Academica sér um forsöng, orgelleikari verður Elías Davíðsson og prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson. Kaffi og spjall á Torginu eftir messu.

By |2007-10-12T10:19:22+00:0012. október 2007 10:19|

Foreldramorgnar

Fimmtudaginn 11. október mun Ingibjörg Leifsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landsspítalanum fjallar um svefnvenjur barna. Foreldramorgnar eru á fimmtudögum kl. 10.

By |2007-10-08T10:44:23+00:008. október 2007 10:44|

Brynjólf biskup Sveinsson

Í Opnu húsi miðvikudaginn 10. október mun Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur og fræðimaður, spjalla um Brynjólf biskup Sveinsson og drög hans að sjálfsævisögu. Opna húsið byrjar kl. 15. með kaffiveitingum á Torginu. Umsjón með starfinu hefur Hjörtur Pálsson.

By |2007-10-08T09:56:59+00:008. október 2007 09:56|

Biskupsmessa 7. okt. kl. 11

Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, vísiterar Nesprestakall um þessar mundir og lýkur sinni heimsókn með messu á sunnudaginn þar sem hann prédikar og útdeilir sakramenti, færir börnum sérstaka gjöf og blessar söfnuð og safnaðarstarf. […]

By |2007-10-05T00:00:00+00:005. október 2007 00:00|

Biskup vitjar Nessafnaðar

Á haustdögum vísiterar Karl Sigurbjörnsson vesturhluta Reykjavíkur, í októberbyrjun Nessöfnuð og í vetur allt Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Til hvers biskupsvísitasía og hvað er gert? […]

By |2007-10-04T00:00:00+00:004. október 2007 00:00|

„Opið hús“ fyrir eldri borgara hefst 3. okt. kl. 15!

Starf fyrir eldri borgara hefst miðvikudaginn 3. október. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, vísiterar Nessöfnuð í byrjun október og kemur í heimsókn í fyrsta Opna hús þetta haust. Hjörtur Pálsson, skáld, mun sjá um efni fundarins ásamt með Neskirkjuprestum. Hjörtur mun stýra dagskrá Opnu húsunna í vetur. Hann er þjóðkunnur fyrir skáldskap og útvarpsstörf, var forstjóri [...]

By |2007-10-02T19:41:58+00:002. október 2007 19:41|

Áttu vini eða bara kunningja?

Því stundum verður mönnum á. Styrka hönd þeir þurfa þá, þegar lífið, allt í einu - sýnist einskisvert. Gott er að geta talað við - einhvern sem að skilur þig. Traustur vinur - getur gert – kraftaverk. Prédikun sr. Sigurðar Árna frá 30. september er hér.

By |2007-09-30T19:53:28+00:0030. september 2007 19:53|

Messa 30. sept. kl. 11

Hefurðu komið nýlega í messu í Neskirkju? Þar kemur saman stór hópur fólks hvern sunnudag. Barnastarfið er á sama tíma og hentar börnum á öllum aldri, líka fullorðnum börnum! Söngur og gleði einkenna messurnar í Neskirkju. […]

By |2007-09-28T21:15:15+00:0028. september 2007 21:15|