Fréttir

Ekkert að sjá?

Horfir þú á páska og jafnvel þitt eigið líf þröngt og naumt? Eða þorir þú að strekkja og víkka heimssýn þína? Birtingur heimsins í páskum. Prédikun Sigurðar Árna í morgunmessu páska er að baki smellunni. Hægt er einnig að hlusta á ræðuna með því að smella þessa slóð.

By |2017-04-26T12:23:41+00:0024. apríl 2011 21:02|

Páskadagur; hátíðarmessa, páskahlátur, tónleikar og fjölskylduguðsþjónusta

Hátíðarmessa kl. 8.00. Hátíðarmessa kl. 8.00. Hátíðartón Bjarna Þorsteinssonar. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Erni Bárði Jónssyni. Morgunverður og páskahlátur á milli messa Upprisutónleikar kl. 10.00. Steingrímur Þórhallsson organisti flytur tónlist. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Stundin er í umsjón Sigurvins Jónssonar og annars starfsfólks [...]

By |2011-04-22T11:44:52+00:0022. apríl 2011 11:44|

Hvar varstu Adam?

Þegar lofsöngurinn hljómaði skaut hann: Heilagur, heilagur, heilagur ert þú Drottinn… Hann hafði aldrei fyrr með eigin hendi drepið mann, en nú skaut hann engil lofsöngsins, boðbera hinnar hreinu fegurðar. Hvað og hver er heilagur? Íhugun Sigurðar Árna á skírdagskvöldi er að baki smellunni.

By |2017-04-26T12:23:41+00:0021. apríl 2011 17:30|

Skírdagskvöld

Messa kl. 21.00. Heilög kvöldmáltíð með sérbökuðu Biblíubrauði. Börn úr Melaskóla lesa úr píslarsögunni. Við lok messunnar verður altarið afskrýtt og á það lagðar 5 rósir sem tákn um sármerki Krists. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Sjá nánari dagskrá yfir kyrruviku og um páska. Vaktu [...]

By |2017-04-26T12:23:41+00:0018. apríl 2011 21:15|

Afmælisgjöf til Neskirkju

Afmælisæbörn fá gjarnan gjafir og þannig var það á vígsluafmæli Neskirkju, sl. sunnudag, pálmasunnudag 17. apríl 2011. Þá færði Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og guðfræðinemi, kirkjunni að gjöf málverk eftir Nínu Gautadóttur sem á rætur í Veturbænum en hefur starfað í París um árabil að sögn Guðrúnar. […]

By |2017-04-26T12:23:41+00:0018. apríl 2011 14:00|

51 já í fermingum + skírn = 52 himinjá

Tvær fermingarathafnir voru í Neskirkju laugardaginn fyrir pálmasunnudag. Stemming var í kirkjunni og jáin hljómuðu. “Þessi fermdu ungmenni eru okkur falin. Virðum já þeirra til Guðs og lífs í trú á Jesú Krist. Vörumst að hafa nokkuð illt fyrir þeim, afvegaleiða þau, en styðjum þau með orðum og eftirbreytni til göngu á góðum vegi hamingju [...]

By |2017-04-26T12:23:41+00:0016. apríl 2011 17:49|

Birkisunnudagur

Eru pálmar skylda eða er kannski hægt að nota birki? Jú, nú er búið saga og klippa birki af trjánum við Neskirkju. Birkigreinar verða síðan notaðar við hátíðina næsta sunnudag, 17. apríl. Í tilefni 54 ára afmælis Neskirkju verður efnt til kirkjugöngu í Vesturbænum kl. 10,30. Fjölmennið, takið börnin með og vitjið gleðinnar í kirkjunni [...]

By |2017-04-26T12:23:41+00:0014. apríl 2011 10:28|

Guðrún Einarsdóttir myndlistarkona á saltfisksdögum í Neskirkju

Á föstudaginn verður síðasta saltfiskhádegið á yfirstandandi föstu í safnaðarheimili Neskirkju. Föstudagssaltfiskur hefur verið fastur liður á föstu í nokkur ár. Í boði eru suður-evrópskir saltfiskréttir en um aldir hafa Íslendingar framleitt saltfisk á Evrópumarkað, sem einkum var seldur til kaþólsku landanna. Þar hefur fastan djúpar rætur og menn minnka kjötneyslu í kjölfar kjötkveðjuhátíðarinnar – [...]

By |2017-04-26T12:23:42+00:0013. apríl 2011 10:43|

Rútuferð í Kópavog

Opið hús miðvikudaginn 13. apríl. kl. 15. Brottför verður frá Neskirkju rétt rúmlega þrjú. Prestar Lindakirkju taka á móti okkur í nýrri kirkju Kópavogsbúa í Lindasókn. Hvernig gengur uppbygging kirkjunnar í ungum söfnuði í borginni? Kaffiveitingar í Lindarkirkju.

By |2011-04-13T09:00:42+00:0013. apríl 2011 09:00|