Fréttir

Vorferð út í Viðey

Opna húsinu lýkur með vorferð út í Viðey miðvikudaginn 18. maí. Farið verður frá Neskirkju með rútu kl. 15:10. Báturinn fer frá Skarfaskersbryggju kl. 15:30. Vöfflukaffi verður í Viðeyjarstofu og helgistund í kirkjunni. Litli kórinn - kór eldri borgara syngur. Kostnaður er kr. 1.000.- á þátttakanda. Skráning í síma 511-1560 í síðasta lagi daginn fyrir [...]

By |2017-04-26T12:23:40+00:0016. maí 2011 11:27|

Messa 15. maí

Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Í messunni verða fermdir Árni Birgir Eiríksson og Kristján Óli Eiríksson Miðhúsum 33. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Bogi og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir [...]

By |2011-05-13T10:06:21+00:0013. maí 2011 10:06|

Undur lífsins

Opið hús 11. maí kl. 15. Valgarður Egilsson hefur stundað rannsóknir á sviði læknisfræðinnar, en er líka skáld, rithöfundur, fararstjóri og menningarrýnir. Hann mun segja okkur sögur og veita okkur með þeim innsýn í undur lífsins sem hann metur mikils.

By |2017-04-26T12:23:40+00:0010. maí 2011 10:48|

Að elska og gæta

Að við fæðumst nakin eru engin tíðindi. Börn deyja ekki á Íslandi vegna klæðleysis. Föt eru líkamsklæði, en menning er andleg klæði okkar. Í prédikun Sigurðar Árna frá öðrum sunnudegi eftir páska var rætt um dætur Jesú, ást og aðgát, í menningunni. Þessi prédikun er aðgengileg í tveimur útgáfum. Að baki þessari smellu er hægt [...]

By |2017-04-26T12:23:40+00:009. maí 2011 17:10|

Messa 8. maí

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson.  Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Toma. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.

By |2017-04-26T12:23:40+00:005. maí 2011 09:27|

Englar himins

Tónlistarmaðurinn KK, Kór Neskirkju og Stúlknakór Neskirkju flytja lög eftir KK á tónleikum í Neskirkju sunnudaginn 8. maí n.k. kl. 20:00. Um helmingur laganna sem flutt verða eru útsett af Steingrími Þórhallssyni organista Neskirkju sem er jafnframt stjórnandi á tónleikunum. Auk KK leikur Þorsteinn Einarsson á gítar og Sölvi Kristjánsson á bassa. Miðaverð er kr. 2.500 og [...]

By |2017-04-26T12:23:41+00:003. maí 2011 14:05|

Opið hús miðvikudaginn 4. maí

Opið hús kl. 15. Salurinn í Kópavogi heimsóttur. Áslaug Gunnarsdóttir píanóleikari mun leika fyrir okkur valin verk og kynna þau og framsetningu þeirra. Áslaug úskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1980 og stundaði svo framhaldsnám í Freiburg í Þýskalandi í 4 ár og lauk þaðan Diplóm prófi.  Frá 1984 hefur hún starfað við kennslu og undirleik í [...]

By |2011-05-03T14:00:06+00:003. maí 2011 14:00|

Prestar og djáknar í Neskirkju

Prestar og djáknar fjölmenna í Neskirkju þessa dagana. Mánudaginn 2. maí er haldinn menntadagur og aðalfundur Prestafélags Íslands verður 3. maí. Dagana þar á eftir, kallar biskup Íslands til prestastefnu. Prestastefna hefst með messu í Dómkirkjunni 3. maí og verður fram haldið í Neskirkju 4.-5. maí og lýkur síðdegis fimmtudaginn 5. maí. Upplýsingar um prestastefnu [...]

By |2017-04-26T12:23:41+00:002. maí 2011 14:11|

Ræða Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra 1. maí 2011

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, prédikaði við messu í Neskirkju 1. maí 2011. Lögreglukórinn söng. Messan var fjölsótt og gerður var góður rómur að ræðu ráðherrans og fékk hann mörg þétt handtök í lok messu. Ræðu hans er hægt að lesa á hans eigin heimasíðu á bak við þessa smellu. Myndin var sótt á Veraldarvefinn en hana tók Kristinn frá Morgunblaðinu.

By |2017-04-26T12:23:41+00:001. maí 2011 20:36|

Lögreglukórinn

Messa og barnastarf sunnudaginn 1. maí kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Lögreglukórinn leiðir söng undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Ræðumaður Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Sr. Örn Bárður Jónsson þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Eftir messu verða veitingar boðið Landssambands lögreglumanna og Lögreglukórsins.

By |2017-04-26T12:23:41+00:0028. apríl 2011 10:16|