Tónlistarmaðurinn KK, Kór Neskirkju og Stúlknakór Neskirkju flytja lög eftir KK á tónleikum í Neskirkju sunnudaginn 8. maí n.k. kl. 20:00. Um helmingur laganna sem flutt verða eru útsett af Steingrími Þórhallssyni organista Neskirkju sem er jafnframt stjórnandi á tónleikunum. Auk KK leikur Þorsteinn Einarsson á gítar og Sölvi Kristjánsson á bassa. Miðaverð er kr. 2.500 og kr. 2.000 í forsölu. Miðar verða seldir við inngang og eru í forsölu hjá félögum í Kór Neskirkju og 12 Tónum.

KK, Kristján Kristjánsson hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar frá því hann kom inn í íslenskt tónlistarlíf fyrir um 20 árum. KK hefur verið mjög afkastamikill eins og 25 ára starfsafmæli hans á síðasta ári bar glöggt vitni um. Frá honum hafa komið fjölmargar dægurlagaperlur, lög sem allir kunna, hafa gaman af að syngja og heyra sungin.

Á tónleikunum í Neskirkju syngur KK með Kór Neskirkju og Stúlknakór Neskirkju. Sjö af þeim lögum sem flutt verða eru útsett sérstaklega fyrir þessa tónleika af Steingrími Þórhallssyni, organista Neskirkju og stjórnanda kóranna.  Á efnisskránni verða m.a. lögin; Á æðruleysinu, Ég fann ást, Álfablokkin, Englar himins og When I think of angels.

[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]