Prestar og djáknar fjölmenna í Neskirkju þessa dagana. Mánudaginn 2. maí er haldinn menntadagur og aðalfundur Prestafélags Íslands verður 3. maí. Dagana þar á eftir, kallar biskup Íslands til prestastefnu. Prestastefna hefst með messu í Dómkirkjunni 3. maí og verður fram haldið í Neskirkju 4.-5. maí og lýkur síðdegis fimmtudaginn 5. maí. Upplýsingar um prestastefnu er að baki þessari smellu.