Fréttir

Messa 18. september

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu. Hér geturðu hlustað á prédikun dagsins.

By |2011-09-16T11:01:09+00:0016. september 2011 11:01|

Samskiptabyltingin og kirkjan

Bylting gerbreytir heiminum. Það er samskiptabyltingin og hún er löngu hafin. Netmiðlun og netsamskipti eru orðin mikilvægur hluti í lífi flestra. En hver eru áhrifin á kirkjuna og hvernig nýtir hún nýju miðlana? Hvað um guðfræði nýmiðla og snjallsamskipta? Breytist jafnvel kirkjusýn okkar? […]

By |2017-04-26T12:23:38+00:0014. september 2011 13:56|

Foreldramorgnar

Foreldramorgnar eru alla fimmtudag kl. 10 - 12. Umsjón með starfinu hefur Nína Agnarsdóttir. Fimmtudaginn 15. september verður kynning frá Ömmu mús. Sjá haustdagskrá!

By |2011-09-14T11:54:12+00:0014. september 2011 11:54|

Heilsa og líf

Opið hús kl. 15. Sigurður Guðmundsson fv. landlæknir og núverandi forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ starfaði um tíma við lækningastörf í Malaví. Hann  mun deila með okkur hvað skiptir hann mestu máli í lífinu. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi.

By |2017-04-26T12:23:38+00:0013. september 2011 12:00|

9/11 Kristnir og múslimar

Kristnin hefur lagt áherslu á manngildið, en það gera múslimar líka. Friðarsókn og virðing fyrir lífinu er í grunni allra trúarbragða heimsins. Kristnir vilja ekki hryðjuverk og ofbeldi, en það vilja múslimarnir ekki heldur. 11. september 2011 voru tíu ár liðin frá voðaverkum í Bandaríkjum Norður Ameríku og í hugvekju í messu ræddi Sigurður Árni [...]

By |2017-04-26T12:23:38+00:0011. september 2011 23:27|

Messa 11. september

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson.  Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Eftir messu verður opnuð sýning á verkum Áslaugar Thorlacius og Finns Arnars Arnarsonar í safnaðarheimilinu (sjá nánar hér!)

By |2011-09-10T17:16:46+00:0010. september 2011 17:16|

Framtíð kirkjunnar

Hver verða tengsl þjóðar, ríkis og kirkju í framtíðinni? Hver er framtíð kirkjunnar? Þessar og fleiri spurningar verða ræddar á sex hádegisfyrirlestrum Framtíðarhóps kirkjuþings í Neskirkju í september og október. Fyrsti lesturinn verður 9 september. Dr. Hjalti Hugason fjallar um ríki og kirkju. Dagskráin stendur frá 12:15-13:00 hvern dag. Hægt er að kaupa súpu og [...]

By |2017-04-26T12:23:38+00:008. september 2011 21:02|

Fjallaform, kofi og kristin kirkja

Eftir messu, sunnudaginn 11. september kl. 12,15, verður opnuð sýning á verkum Áslaugar Thorlacius og Finns Arnars Arnarsonar í safnaðarheimili Neskirkju. Listamennirnir hafa unnið verk sérstaklega fyrir rými og umhverfi kirkjunnar auk þess sem þau hafa unnið með fermingarbörnum að gerð listaverks. […]

By |2017-04-26T12:23:38+00:008. september 2011 10:07|

+fólk og -fólk

Marx, Nietsche og Freud kenna okkur tortryggni og Ricoeur endurheimt. Jesús kennir okkur að tortryggja vitleysur en að sjá veröldina með ástaraugum Guðs. Hvernig horfir þú á fólk – er það með mínus eða í plús? Prédikun Sigurðar Árna 4. september er að baki þessari smellu.

By |2017-04-26T12:23:38+00:006. september 2011 08:43|

Messa 4. september

Messa og upphaf barnastarfsins kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson.  Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.

By |2011-09-02T13:49:39+00:002. september 2011 13:49|