Bylting gerbreytir heiminum. Það er samskiptabyltingin og hún er löngu hafin. Netmiðlun og netsamskipti eru orðin mikilvægur hluti í lífi flestra. En hver eru áhrifin á kirkjuna og hvernig nýtir hún nýju miðlana? Hvað um guðfræði nýmiðla og snjallsamskipta? Breytist jafnvel kirkjusýn okkar?

Árni Svanur Daníelsson, vefprestur, ræðir samskiptabyltinguna og kirkjuna í erindi föstudaginn 16. september.

Súpu er hægt að kaupa frá 11,30 en 15 mínútna erindi hefst kl. 12,15. Allir velkomnir til fundar og umræðu.

Framtíðarhópur kirkjuþings efnir til hádegisfunda um kirkjuna á Torginu í Neskirkju á föstudögum, sjá að baki þessari smellu.