Messa 16. júní
Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffisopi og spjall eftir messu á Torginu.
Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffisopi og spjall eftir messu á Torginu.
Skráning á fermingarnámskeið hefst í dag. Hægt er að skrá með því að hringja í síma 511-1560 eða koma við í Neskirkju við Hagatorg. Þátttaka á fermingarnámskeiði skuldbindur börnin ekki til að þiggja fermingu í vor. Upplýsingabæklingur hefur verið sendur í hús með öllum upplýsingum. Það er öllum velkomið að koma í fermingarfræðslu Neskirkju. Fermingarbæklingur [...]
Hvar fiskum við? Hvað verður okkur til góðs og eflingar. Við ruglum stundum, víxlum miðum, grípum hið ómerkilega og sjáum ekki dýrmætin. Kierkegaard er ekki einn um að minna okkur á víxlmerkingar. Hvernig getum við best lifað? Prédikun Sigurðar Árna 2. júní er að baki þessum smellum, annars vegar tru.is og einnig að baki sigurdurarni.is [...]
Þegar nýja safnaðarheimilið var byggt var fánastöngin fjarlægð enda stóð hún þar sem kaffitorgið er nú. En kirkja verður að hafa fánastöng og fána til að flagga á stundum gleði og sorgar. Í dag á þrenningarhátið var fáni dreginn að húni á ný við Neskirkju. Gjafmild hjón gáfu stöng og fána og verið er að [...]
Sr. Frank M. Halldórsson, sem þjónaði Nessöfnuði yfir fjörutíu ár, prédikaði í Neskirkju á hvítasunnudag. Þá var Daníel Örn Skaftason fermdur. Frank fermdi Sigurð Árna árið 1965 og Sigurður Árni fermdi Daníel Örn og svo var smellt af fermingarfeðgamynd í lok messu.
Hvítasunnudagur Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Sr. Frank M. Halldórsson prédikar. Fermdur verður Daníel Örn Skaftason, Rekagranda 4. Kaffiveitingar á Torginu að lokinni messu. Annar í hvítasunnu Messa kl. 20. Steingrímur Þórhallson sér um tónlistina ásamt félögum úr Kór Neskirkju. Sr. [...]
Í gær, sunnudaginn 12. maí, var haldin vorhátíð sunnudagaskólans í Neskirkju. Fjölskylduguðþjónusta fór fram kl. 11 undir stjórn sóknarprests og æskulýðsprests en þar komu fram barna- og stúlknakór Neskirkju auk NeDó. Örkin hans Nóa var þema stundarinnar og að henni lokinni var slegin upp örk á kirkjutúninu fyrir börnin að hoppa í. Allir fengu pylsur [...]
Sunnudaginn 12. maí verður vorhátíð sunnudagaskólans í Neskirkju. Klukkan 11 hefst fjölskylduguðþjónusta í kirkjunni, sóknarprestur Neskirkju Sr. Örn Bárður Jónsson þjónar fyrir altari. Dagskrá stundarinnar er í umsjón æskulýðsprests Neskirkju og NeDó-leiðtogar munu aðstoða. Barnakór Neskirkju og stúlknakór syngja. Í lok guðþjónustunnar verður boðið upp á pylsur í kirkjugarðinum og Örkin hans Nóa mun standa [...]
Unglingastarf Neskirkju NeDó hélt veglega árshátíð á dögunum og voru um 40 krakkar sem mættu í sínu fínasta pússi. Stemningin var ógleymanleg eins og sjá má í þessu myndbandi með helstu viðburðum árshátíðar. NeDó, NeDó, NeDó ...!!!
Í lífi og samfélagi gerum við stundum mistök. Við gerum tilraunir sem óheppnast og skjótum jafnvel langt frá markinu. Hvað er til ráða? Elskið, elskið, elskið. Það er erindi kirkjunnar á degi eftir kosningar og reyndar boðskapur Jesú fyrir alla daga. Prédikun Sigurðar Árna 28. apríl, 2013 er að baki báðum smellunum: tru.is og sigurdurarni.is