Í gær,  sunnudaginn 12. maí, var haldin vorhátíð sunnudagaskólans í Neskirkju. Fjölskylduguðþjónusta fór fram kl. 11 undir stjórn sóknarprests og æskulýðsprests en þar komu fram barna- og stúlknakór Neskirkju auk NeDó. Örkin hans Nóa var þema stundarinnar og að henni lokinni var slegin upp örk á kirkjutúninu fyrir börnin að hoppa í. Allir fengu pylsur að borða í góða veðrinu og gleðin skein af hverju andliti. Gleðilegt sumar! Myndir: Sesselja Thorberg .