Sunnudaginn 12. maí verður vorhátíð sunnudagaskólans í Neskirkju. Klukkan 11 hefst fjölskylduguðþjónusta í kirkjunni, sóknarprestur Neskirkju Sr. Örn Bárður Jónsson þjónar fyrir altari. Dagskrá stundarinnar er í umsjón æskulýðsprests Neskirkju og NeDó-leiðtogar munu aðstoða. Barnakór Neskirkju og stúlknakór syngja. Í lok guðþjónustunnar verður boðið upp á pylsur í kirkjugarðinum og Örkin hans Nóa mun standa á túninu sem kastali til að hoppa í. ALLIR VELKOMNIR 🙂