Messa 24. júní
Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organist Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Samfélag og kaffisopi eftir messu.
Messa á þjóhátíðardaginn
Þjóðbúningamessa kl. 11. Í tilefni þjóðhátíðardeginum eru kirkjugestir hvattir til að mæta í þjóðlegum klæðnaði. Háskólakórinn syngur. Organisti Gunnsteinn Ólafssson. Prestur sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir. Kaffisopi og samfélag eftir messu.
Sumarmessa 10. júní
Sumarmessa þann 10. júní kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng við undirleik Maríu Kristínar Jónsdóttur. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Ungir og aldnir velkomnir. Litir og blöð í boði fyrir unga dundara. Kaffi og samfélag eftir messu á Kirkjutorginu.
Kórinn kveður dyra
Í tilefni tónleikaferðar Kórs Neskirkju til Þýskalands 12-19 júní 2018 bjóðum við ykkur á tónleika í Neskirkju miðvikudaginn 6. júní kl. 20.00 þar sem efnisskrá tónleikaferðinnar verður flutt. Það er enginn aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir! Eftir tónleikana verður blómasala. Plönturnar koma, sem fyrr, úr umhyggjusamri ræktun kórstjórans og þær eru [...]
Messa og samtal á kirkjutorgi
Messa sunnudaginn 3. júní kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Að messu lokinni fer fram Samtal á kirkjutorgi um ljósmyndir Daniels Reuter og bók hans og Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur: Snert á Arkitektúr.
Gróðurmessa 27. maí
Gróðurmessa kl. 11.00. Kór Neskirkju sér um að syngja falleg sumarlög og saman syngjum við sumarsálma. Drengjakór Reykjavíkur syngur einnig nokkur lög. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. 10:00 opnar markaður á kirkjutorgi þar sem blóm, salat og tómatar verða boðnir til sölu fyrir vægt verð og heldur [...]
Ávaxtatré og vorsöngvar
Annan dag hvítasunnu kl. 18 verðum við í vorskapi í kirkjunni. Félagar úr kór Neskirkju ætla að syngja vorsöngva og við gróðursetjum tvö kirsuberjatré. Sr. Steinunn segir frá hinni gyðinglegu hvítasunnuhátíð, viknahátíðinni, sem einnig er kölluð uppskeruhátíð þar sem fyrstu ávöxtunum er fagnað. Léttar og vorlegar veitingar í kirkjunni á [...]
The Maps of Things
Sunnudaginn 20. maí að lokinni messu kl. 12.30 opnar sýning Daniels Reuter, The Maps of Things, í Safnaðarheimili Neskirkju. Daniel Reuter er fæddur í Þýskalandi árið 1976 og ólst upp í Lúxemborg. Hann er með MFA í ljósmyndun frá University of Hartford, Connecticut í Bandaríkjunum. Árið 2013 sendi hann frá sér [...]
Hvítasunnan í Neskirkju
Á hvítasunnudag verður hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Eftir guðsþjónustuna verður ný listasýning opnuð á kirkjutorginu. Þetta eru myndir Daniels Reuter og ber sýningin yfirskriftina The Maps of Things. Boðið er upp á léttar veitingar. Á [...]
Vorið er komið og grundirnar gróa!
Ungmennakórinn Vox Felix heldur vortónleikar í Neskirkju þriðjudaginn 15. maí kl. 20:00. Á þessum tónleikum veðrur mikið stuð og stemning. Lagalistinn er með fjölbreyttu sniði, þar er að finna gamalt efni og nýtt frá íslenskum og erlendum höfundum. Má þar nefna snillinga á borð við Ásgeir Trausta, Stebba og Eyfa, David [...]