Gróðurmessa kl. 11.00. Kór Neskirkju sér um að syngja falleg sumarlög og saman syngjum við sumarsálma. Drengjakór Reykjavíkur syngur einnig nokkur lög. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. 10:00 opnar markaður á kirkjutorgi þar sem blóm, salat og tómatar verða boðnir til sölu fyrir vægt verð og heldur markaðurinn áfram til klukkan 13:00, ef undanskilið er messuhlé klukkan 11.00. Þar má næla sér í ýmislegt skemmtilegt sem ekki fæst annar staðar.