Annan dag hvítasunnu kl. 18 verðum við í vorskapi í kirkjunni. Félagar úr kór Neskirkju ætla að syngja vorsöngva og við gróðursetjum tvö kirsuberjatré. Sr. Steinunn segir frá hinni gyðinglegu hvítasunnuhátíð, viknahátíðinni, sem einnig er kölluð uppskeruhátíð þar sem fyrstu ávöxtunum er fagnað. Léttar og vorlegar veitingar í kirkjunni á eftir.