Á hvítasunnudag verður hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Eftir guðsþjónustuna verður ný listasýning opnuð á kirkjutorginu. Þetta eru myndir Daniels Reuter og ber sýningin yfirskriftina The Maps of Things. Boðið er upp á léttar veitingar.

Á mánudagskvöld verður vorinu fagnað og ávaxtatré gróðursett kl. 18. Sr. Steinunn segir frá hinni fornu hátíð gyðinga sem fagnað var 50 dögum eftir páska og kölluð viknahátíðin. Vorlegar veitingar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja vorsöngva.

Kl. 20 verður opin kóræfing hjá Háskólakórnum í kirkjunni.