Messur

Messa og barnastarf 27. september

Það er óhætt að segja að það verður mikið sungið í messu næsta sunnudags. Bæði Kór Neskirkju og Stúlknakór Neskirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Auk þess syngur Jóhanna Halldórsdóttir söngkona einsöng. Stjórnandi og organisti er Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn tekur þátt í upphafi messu en fer síðan [...]

By |2017-04-26T12:23:10+00:0024. september 2015 10:59|

Kyrrðarstundir hefjast

Miðvikudaginn 9. september kl. 12:00 hefjast kyrrðarstundir í Neskirkju. Þar gefst fólki kostur á að njóta fallegrar tónlistar, hlýða á Guðs orð og útleggingu á því, leggja bænir sínar í Drottins hendur og njóta svo veitinga á Kirkjutorgi, safnaðarheimili kirkjunnar. Prestar og organisti Neskirkju hafa umsjón með kyrrðarstundum.

By |2017-04-26T12:23:13+00:004. september 2015 14:55|

Safnað til stuðnings flóttamönnum

Biskup hefur hvatt söfnuði Þjóðkirkjunnar að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september nk. til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu. Neskirkja mun ekki liggja á liði sínu. Ólafur og Guðrún ætla að elda súpu n.k. sunnudag. Við hvetjum fólk til að [...]

By |2017-04-26T12:23:13+00:004. september 2015 14:49|

Guðsþjónusta 30. ágúst kl. 11:00

Guðsþjónusta sunnudaginn 30. ágúst kl. 11:00. Steingrímur Þórhallsson er við hljóðfærið og leiðir söng félaga úr Kór Neskirkju. Kaffiveitingar á Kirkjutorgi að messu lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.

By |2017-04-26T12:23:13+00:0028. ágúst 2015 15:40|

Messa 9. ágúst kl. 11:00

Messað er í Neskirkju sunnudaginn 9. ágúst kl. 11:00. Kristín María Jónsdóttir situr við hljóðfærið og leiðir söng kórfélaga. Kaffi og sætabrauð að messu lokinni og auðvitað verðum við úti í garði ef veður leyfir. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.

By |2017-04-26T12:23:14+00:005. ágúst 2015 14:40|

Messa 5. júlí kl. 11:00

Sunnudaginn 5. júlí kl. 11:00 er messa í Neskirkju. Organistinn, Steingrímur Þórhallsson mætir tvíefldur til leiks að loknu sumarleyfi. Kórfélagar leiða sönginn. Kaffi verður drukkið og sætabrauð maulað á kirkjutorgi eða úti í sólinni ef sunnudagur stendur undir nafni. Í predikun verður fjallað um þessa yfirlýsingu Krists: ,,Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn [...]

By |2017-04-26T12:23:14+00:0029. júní 2015 12:56|

Messa, sunnudaginn 28. júní kl. 11:00

Sunnudaginn 28. júní, kl. 11:00 er að vanda messað í Neskirkju. Ef sunnudagur þessi stendur undir nafni ætlum við að hafa kaffihúsastemmningu og messa utandyra. Félagar úr Kór Neskirkju syngja, meðhjálparar taka þátt í athöfninni og boðið verður upp á molakaffi að messu lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.

By |2017-04-26T12:23:14+00:0022. júní 2015 11:08|

Guðsþjónusta í Neskirkju 21. júní

Sunnudaginn 21. júní kl. 11:00 er guðsþjónusta í Neskirkju. Guðspjallið fjallar um synina tvo (Lk. 15.11-32) og verður, í predikun dagsins, fjallað um synd, lögmál og fyrirgefningu. Félagar úr Kór Neskirkju leiða sönginn. Kirkukaffi verður drukkið í garðinum ef veður leyfir. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson

By |2017-04-26T12:23:14+00:0016. júní 2015 11:14|

Kórleysi og kinnroði í Neskirkju

Sunnudaginn 14. júní kl. 11:00 er guðsþjónusta í Neskirkju. Kórinn er á ferðlagi suður á Ítalíu ásamt Steingrími Þórhallssyni organista. Sérann verður ótengdur og ókóraður. Reiðum okkur á messugesti til söngs og svara! Í hugleiðingu dagsins verður fjallað um speki, heimsku, hrós og kinnroða.

By |2017-04-26T12:23:14+00:009. júní 2015 10:48|