Messað er í Neskirkju sunnudaginn 9. ágúst kl. 11:00. Kristín María Jónsdóttir situr við hljóðfærið og leiðir söng kórfélaga. Kaffi og sætabrauð að messu lokinni og auðvitað verðum við úti í garði ef veður leyfir. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.