Barna- og Unglingastarf kirkjunnar.

Fjölskylduguðsþjónusta 9. desember

Þann 9. desember verður fjölskylduguðsþjónusta með aðventusniði kl. 11. Barnakórar Neskirkju syngja undir stjórn Þórdísar Sævarsdóttur, við kveikjum á öðru aðventukertinu, hirðakertinu og heyrum frásögnina af hirðunum á Betlehemsvöllum. Mikill almennur söngur við undirleik Ara Agnarssonar. Prestur er sr. Steinunn Arnrþrúður  Björnsdóttir og með henni verður Katrín Helga Ágústsdóttir.  Eftir guðsþjonustuna er hressing og spjall [...]

By |2018-12-06T22:41:46+00:006. desember 2018 22:41|

Barnakórar Neskirkju byrja að nýju 5. september

Æfingar hjá barnakórum Neskirkju hefjast að nýju þann 5. september og verða æfingarnar á miðvikudögum í vetur. Stjórnandi er Þórdís Sævarsdóttir, tónlistarkennari. Eldri kór Eldri kór (5. bekkur og eldri) æfir kl. 14.30 og yngri kór (2. – 4. bekkur) kl. 15.30. Þau yngri börn sem eru í Selinu eru sótt þangað en gert er [...]

By |2018-08-31T11:22:42+00:0031. ágúst 2018 10:34|

Neskirkja auglýsir stöðu æskulýðsfulltrúa

Neskirkja vill ráða æskulýðsfulltrúa í 50% starf. Æskulýðsfulltrúinn sér um barna- og æskulýðsstarf og tekur þátt í fermingarfræðslu í samvinnu við presta og annað starfsfólk. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun á sviði uppeldisfræða og/eða djákna- eða guðfræðimenntun. Reynsla af kirkjulegu starfi er kostur. Frekari upplýsingar veitir Steinunn A. Björnsdóttir, prestur, í síma 6622677 og [...]

By |2017-08-02T17:03:12+00:002. ágúst 2017 11:25|

Messa og sunnudagaskóli 8. janúar

Barnastarfið hefst aftur af fullum krafti þann 8. janúar. Þá verður messa í kirkjunni kl. 11 og hana hefja allir saman en svo fara börnin yfir í safnaðarheimili í sunnudagaskólann. Í kirkjunni leikur María Kristín Jónsdóttir  á orgelið og leiðir söng með félögum úr Kór Neskirkju. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Í safnaðarheimilinu fagna Katrín [...]

By |2017-04-26T12:23:07+00:004. janúar 2017 16:21|

Barnastarf Neskirkju að hefjast.

Barnastarf Neskirkju hefst á sunnudaginn með Sunnudagaskólanum sem verður á sínum stað í vetur. Starf fyrir börn í 1.-2. bekk verður á mánudögum kl. 13.40-14.30. Starf fyrir börn í 3.-4. bekk verður á miðvikudögum kl. 13.40-14.30. Starf fyrir börn í 5.-7. bekk verður á mánudögum kl. 14.40-15.30. Skráning er hafin hér á heimasíðu kirkjunnar og [...]

By |2017-04-26T12:23:13+00:002. september 2015 15:42|

Sjö prédikarar og 2 kórar á Æskulýðsdaginn

Það var fjölmennt í Neskirkju í morgun en kirkjan hélt hátíðlegan æskulýðsdag. Prédikarar dagsins voru sjö talsins og fjölluðu öll um hversvegna kirkjan skiptir þau máli. Barnakór Neskirkju flutti lög og tók þátt í söng undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur og stúlknakórinn leiddi helgihald, auk þess að heilla kirkjugesti með gospel lögum. Það var því mikið [...]

By |2015-03-01T19:02:24+00:001. mars 2015 19:02|

Krassandi umræða í messu: morðsaga, meiðingar og miskunn

Messa sd. 14. sept kl. 11. Barnastarf á sama tíma. Kirkjan sameinar kynslóðirnar. Kór Neskirkju syngur og Steingrímur verður við orgelið en Örn Bárður við altari og í prédikunarstólnum.. Hressing og hamingjuefling yfir kaffisopa eftir messu. Myndverk eftir listakonuna Ragnhildar Stefánsdóttur á kaffitorginu og myndir eftir Hauk Dór í kirkjuskipin. Að vanda er margt að sjá [...]

By |2017-04-26T12:23:21+00:0013. september 2014 19:18|

Barnastarf Neskirkju að hefjast.

Barnastarf Neskirkju hefst sunnudaginn 7. september með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11. Vikulegt starf verður á mánudögum og þriðjudögum í vetur. […]

By |2017-04-26T12:23:21+00:0012. september 2014 08:56|

Subbufundur NeDó (Æskulýðsfélag Neskirkju)

Þriðjudaginn 2. september hélt NeDó subbufund í kjallara Neskirkju. Þar komu við sögu þeyttur rjómi, óblandað skyr, gúmmibangsar og egg. Krakkarnir skemmtu sér konunglega og fóru allir útataðir heim en ekki áður en þau höfðu farið í vatnsstríð fyrir utan. Leiðtogarnir urðu svo eftir til að þrífa þeim til mikillar gremju.

By |2014-09-07T14:36:49+00:007. september 2014 14:36|