Æfingar hjá barnakórum Neskirkju hefjast að nýju þann 5. september og verða æfingarnar á miðvikudögum í vetur. Stjórnandi er Þórdís Sævarsdóttir, tónlistarkennari.

Eldri kór Eldri kór (5. bekkur og eldri) æfir kl. 14.30 og yngri kór (2. – 4. bekkur) kl. 15.30. Þau yngri börn sem eru í Selinu eru sótt þangað en gert er ráð fyrir að foreldrar sæki börnin síðan eftir æfingu.

Öll börn eru velkomin í kórinn þar sem mörg skemmtileg og spennandi verkefni eru framundan.

Hægt er að ská í gegnum netfangið barnakorneskirkju@gmail.com

Það sem þarf að koma fram er; nafn, bekkur, skóli, nafn forráðamanns og netfang forráðamanns.
Þau börn sem verða sótt í Selið þurfa láta vita þar.