Það var fjölmennt í Neskirkju í morgun en kirkjan hélt hátíðlegan æskulýðsdag. Prédikarar dagsins voru sjö talsins og fjölluðu öll um hversvegna kirkjan skiptir þau máli. Barnakór Neskirkju flutti lög og tók þátt í söng undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur og stúlknakórinn leiddi helgihald, auk þess að heilla kirkjugesti með gospel lögum. Það var því mikið um dýrðir eins og myndirnar bera með sér.